27 janúar 2013

Frönsk banana og kanil rist með kotasælu og hlynsírópi

-->
fyrir 4 persónur:
3 þeytt egg
1 dl mjólk
1 vanilluskaf á hnífsoddi
1 msk hunang
1/2 tsk kanilduft
4 msk kotasæla
4 stk 2.5 sm þykkar brioche eða gott brauð
2 msk smjör til steikingar
2 stk bananar skornir í tvennt og í lengjur
saxaðar ristaðar möndlur
hlynsíróp

Skref 1:
Blandið saman þeyttu eggi, mjólk, vanillu, hunangi og kanil í skál. Blandið vel saman með gaffli. hellið blöndunni í grunna skál og leggið brauðið í og látið drekka í sig eggin í um mínutu á hvorri hlið.
Skref 2:
Steikið í smjörinu á pönnu þar til brauðið hefur tekið góðan lit.
Skref 3:
Setjið brauðið á disk og banana ofaná. Tvær sneiðar á mann. Toppið með matskeið af kotasælu ásamt hlynsírópi og ristuðum möndlum.

13 febrúar 2011

Sítrónu Risotto með Hvítlaukssteiktum Tígrisrækjum Oriental

Fyrir 4 persónur
Undirbúningur og eldunartími um 40 mínútur

Uppskrift:
20 stk stórar skelflettar Tígrisrækjur
1 tsk fínsaxaður Engifer
3 stk saxaðir Hvítlauksgeirar
4 msk sæt Chilisósa
1 tsk fræhreinsað og saxað rautt Chili
Börkur og safi af einni Sítrónu
100 gr blaðlaukur í strimlum
1200 ml sjóðandi grænmetis eða kjúklingasoð (vatn og teningar)
4-5 stk Saffranþræðir
100 ml Extra virgin Ólífuolía
100 gr fínt saxaður laukur
300 gr Arborio risotto grjón
Dass sítrónuolía
Ferskur Coriander og Graslaukur til skreytinga á disk

Aðferð:
1.     Setjið rækjur í skál ásamt chili, chilisósu, engifer, hvítlauk og um helming af sítrónusafanum. Blandið saman og geymið á meðan risotto er búið til.
2.     Setjið soð í pott ásamt saffran og látið suðuna koma upp rólega.
3.     Hitið olíuna í þykkbotna, víðum potti og svitið laukinn án þess að hann taki lit. Setjið grjónin útí ásamt sítrónuberki og steikið grjónin í nokkrar mínútur.
4.     Setjið eina ausu af soði útí grjónin og hrærið í með sleif. Þegar soðið er næstum gufað upp, setjið næstu soðausu í, og látið alltaf sjóða í grjónunum á meðan. Haldið þessu áfram þar til grjónin eru orðin soðin eða í um 20 mínútur.
5.     Takið af hitanum og setjið restina af sítrónusafanum saman við. Haldið heitu á meðan rækjurnar eru steiktar.
6.     Hitið Wokpönnu eða stóra steikingarpönnu vel. Setjið rækjurnar á pönnuna og steikið í 2-3 mínútur eða þar til rækjurnar verða ljósrauðar og sósan sjóðandi og þykk. Bæðið að síðustu blaðlaukræmum útí.
7.     Setjið væna ausu af risotto á disk og komið 5 rækjum á mann fyrir á disknum. Skreytið með coriander og graslauk. Framreiðið með góðu brauði.

Næringargildi í hverjum skammti:
400 kkal
5.1 gr fita
14.6 gr prótín
78.5 gr kolvetni
12.6 gr sykur
1.9 gr salt

14 desember 2010

Kanelís

200 ml mjólk
2 kanelstangir (má nota kanelduft)
Skaf úr einni vanillustöng
10 eggjarauður
250 gr flórsykur
1 ltr þeyttur Rjómi

Setjið mjólk, vanillu og kanelstangir í pott og sjóðið rólaga niður mjólkina um 2/3. Kælið og fjarlægið kanelstangir. Stífþeytið flórsykur og eggjarauður. Hellið niðursoðinni mjólk saman við. Blandið rjóma saman við með sleif og setjið í 2 form. Frystið í minnst 18 tíma.

19 október 2010

Steiktur lax með volgu spergilkál og eplasalati - Paleo


2 x 200 gr Laxastykki
1 gott búnt klettasalat
150 gr græn afhýdd epli í litlum bitum
2 spergilkálshöfuð skorin í litla vendi eða bita
Safi úr einni sítrónu
Ólífuolía
Salt og pipar

Laxinn er steiktur á pönnu á hefbundin hátt. Færður upp á disk og haldið heitum. Pannan er hituð vel með olíunni og spergilkálið er steikt þar til það tekur lit. Eplunum er bætt á og pannan tekin af hitanum. Kryddað til með salti og pipar. Að síðustu er safanum hellt yfir og klettasalatið sett saman við. Framreitt með laxinum. Hafið vel af olíunni því að hún er í raun sósan með þessum rétti. 

Fyllt egg með avocado og parmaskinku - Paleo


4 harðsoðin egg
1 vel þroskað avocado
1 tsk tabasco sósa
1 tsk sítrónusafi
salt og Pipar
8 sneiðar parmaskinka

Eggin eru skorin í tvennt með beittum hníf. Takið eggjarauðurnar úr eggjunum og setjið í skál með avocado, tabasco, sítrónusafa og kryddið til með salti og pipar. Skiptið í 8 hluta og setjið í eggin með skeið. Má líka sprauta maukinu í. Leggið snúna parmaskinkusneið yfir. Framreiðið með góðu salati og olíu.

25 júní 2010

Tex Mex Kjúklingabringur a la Astro

Þegar ég var að vinna á Astro í Austurstrætinu skömmu fyrir síðustu aldamót, var réttur á matseðlinum kallaður Tex Mex kjúklingabringur. Þetta var vinsælasti rétturinn á matseðlinum og seldist í bílförmum. Galdurinn á bak við þennan rétt var marineringin á kjúklingnum.

Tex Mex marinering:
3 hvítlauksgeirar
2 msk dijonsinnep
1 tsk þurrkað coriander
1 tsk þurrkað fennel
2 msk hunang
1 dl appelsínusafi
2 dl BBQ sósa
2 dl olía

Allt nema olía sett í matvinnsluvél og látið vinnast vel saman. Olíu bætt saman við smátt og smátt. Þessi marinering nægir fyrir 8-10 bringur eða meira. Minnkið uppskriftina um helming ef um færri bringur er að ræða. Látið bringurnar liggja í marineringunni í 6 tíma. Grillið bringurnar á vel heitu grilli og pennslið með BBQ sósu.

Meðlæti:
Mexicó krydduð hrísgrjón með maís og grænmeti. Lárperumauk, salasa sósa og súrður rjómi. Gott salat skemmir ekki.

19 apríl 2010

Mangó og Appelsínusalsa með kjúklingabaunum

Sumarleg, köld sósa/salsa með fisk og grænmetisréttum.

400 ml Mango jalapeno Glaze frá Hot Spot (Hagkaup)
100 ml Appelsínusafi
1/2 Rautt Chili fínsaxað (ekki fræ)
120 gr Soðnar kjúklingabaunir -kældar
100 gr Blaðlaukur - fínsaxaður
100 gr Kjarnhreinsuð gúrka - fínsöxuð
1 stk Tómatur - fínsaxaður
50 ml Ólífuolía
2 Appelsínur - afhýddar, skornar í litla bita
Salt og Pipar

Öllu blandað saman.

11 apríl 2010

Luxus Hamborgarabrauð

Uppskrift:
3 dl Sjóðandi vatn
2 dl kartöflumauks-duft
1 dl kotasæla
2 msk sykur
2 msk ólífuolía
2 1/2 tsk ger
1 tsk salt
1 þeytt egg
10 dl hveiti
2 dl heilhveiti

Fyrir penslun:
1 þeytt egg
1 msk mjólk
Sesam fræ
Poppy fræ

Setjið kartöflumauksduftið (eins og notað er í kartöflumús) í skál og hellið sjóðandi vatninu saman við. Hrærið saman með sleif og látið kolna niður í 35-40 gráðu hita. Blandið öllu saman við, og hveitinu síðast, smátt og smátt. Hnoðið vel saman og látið hefast í skál undir plastfilmu í 50 mínútur. Takið úr skálinni og vinnið loft úr deiginu með því að hnoða létt á borðinu. Skiptið deiginu í litla bita sem vega 115 gr hver. Látið hvílast undir plastfilmu í 10 mínútur. Hnoðið hvern bita upp í fallega kúlu og komið fyrir á bökunarplötu með smjörpappír undir. Þristið létt á bollurnar með fingrunum til að gera þær flatar. Látið hvílast undir plasti aftur í 10 mínútur. Nótið þrjú mismunadi stóra útstungunarhringi til að mynda far í brauðin. Stingið gætilega níður í hálfar bollurnar -ekki alla leið. Penslið með eggja og mjólkurblöndu og stáið fræjunum yfir. Bakið í 20-25 mínútur við 180 gráðu hita.

09 febrúar 2010

Vatnsdeig

300 ml vatn
150 gr smjör
150 gr hveiti
1/2 tsk salt
4 egg

Hitið saman vatn og smjör. Hrærið salt og hveiti rösklega saman við þar til deigið sleppir pottinum. Kælið örlítið og hrærið egg saman við eitt og eitt í einu. Setjið á smjörpappír með skeið og bakið við 200 gráður þar til bollurnar hafa tekið fallegan lit.

26 nóvember 2009

Heit Vanillusósa - Cremé Anglaise

Þessi sósa er upplögð með frönsku súkkulaðikökunni eða með ferskum ávöxtum.
250 ml rjómi
250 mj mjólk
Skaf innan úr einni vanillustöng
70 gr sykur
5 eggjarauður
Hrærið saman sykur og eggjarauður í stálskál. Setjið rjóma og mjólk í pott ásamt vanilluskafinu (vanilla skorinn langsum) og hitið að suðumarki. Blandi 4-6 matskeiðum af mjólkurblöndunni saman við eggjablönduna og hrærið rösklega í á meðan. Hellið síðan restinni af mjólkurblöndunni saman við eggin, smátt og smátt. Hrærið í á meðan. Komið skálinni fyrir yfir vatnsbaði (Pottur með vatni á rólegri suðu). Þeytið rösklega þar til sósan þykknar. Sósan er tilbúin þegar hún rennur ekki auðveldlega af baki plast eða trésleifar. Sósuna má framreiða volga eða kalda.

13 nóvember 2009

Kjúklingasalat með grænum aspars og eplum

Hráefni:
600 gr steiktur kældur kjúklingur í bitum -beinlaus
4 stykki soðinn grænn aspars í bitum eða 1 dós niðursoðinn
1 grænt epli afhýtt og skorið í litla bita
1 stk rauðlaukur fínsaxaður
2 stk harðsoðin söxuð egg
1 rauð paprika fínsöxuð
1 græn paprika fínsöxuð
1 tsk madras karrý
1 tsk paprikuduft
2 msk agave síróp
250 ml sýrður 18% rjómi
250 ml majonnaise
Salt og pipar eftir smekk

Öllu blandað vel saman og látið "taka sig" í kæli í 2-3 tíma.
Framreitt með góðu salati og nýbökuðu brauði.

18 júní 2009

Sveppasósa

Uppskrift af klassískri Sveppasósu.

200 gr sveppir í bitum
50 gr smjör
Svartur mulinn pipar
1 msk dijonsinnep
250 ml rjómi
150 ml kjötsoð eða teningur og vatn
Salt og hvítur pipar

Sveppirnir eru steiktir vel í smjörinu og kryddað til með svörtum pipar. Öllu öðru er blandað saman við og látið sjóða rólega í 20-30 mínútur. Kryddað til og þykkt ef þurfa þykir með smjörbollu (smjör og hveiti).

13 mars 2009

Gulrótarsúpa með Anis og Hvítlauk

600 gr afhýddar gulrætur
600 ml grænmetis eða kjúklingasoð
2 stk stjörnuanis
100 gr laukur
200 gr rauð paprika
4 hvítlauksgeirar
200 ml kókosmjólk
100 ml rjómi
Salt og pipar
1 tsk karrý
50 ml ólífuolía

Allt grænmeti er skorið gróft niður og svitað í olíunni. Kryddað til með karrý, salti og pipar. Soði er bætt við og soðið rólega saman í 30 mínútur. Maukið súpuna með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Bætið rjóma, kókos og anisstjörnu saman við og látið sjóða rólega í 15 mínútur.

03 mars 2009

Klassísk Frönsk Lauksúpa

500 gr laukur í sneiðum
2 fínsaxaðir hvítlauksgeirar
50 gr smjör
2 msk tómatmauk
1 tsk paprikuduft
3 msk Worchestershire sósa
50 gr hveiti
Salt
Pipar
1.2 lítri ljóst kjötsoð eða vatn og kjötkraftur
Ristaðar brauðsneiðar í stórum teningum
Rifinn ostur

Svitið hvítlaukinn og laukinn án þess að brúna hann í smjörinu. Bætið tómatmauki og worchestershire sósu saman við. Kryddið til með salti og pipar. Takið af hitanum og hrærið hveitið rösklega saman við. Bætið vatni saman við og leysið upp í lauk/hveiti líkt og smjörbolla. Látið suðuna koma upp og látið sjóða rólega í klukkustund. Smakkið til og setjið í skálar. Setjið c.a. eina brauðsneið í hverja skál og rifinn ost yfir. Gratinerið í ofni stutta stund eða þar til osturinn hefur tekið lit.

19 febrúar 2009

Engifer-Hvítlauksdressing á salat

Ég gerði þessa dressingu með salati sem ég var með í matarboði nýlega. Þar var lagt hart að mér að skella henni inn á uppskriftavefinn. Auðvitað varð ég við þeim óskum.

2 hvítlauksgeirar saxaðir
1 msk saxað ferskt engifer
1 msk dijon sinnep
2 msk hunang
1 búnt steinselja
15-20 blöð spínat
1 tsk salt
1 dl ólífuolía

Allt sett saman í matvinnsluvél nema hvað olían er sett síðast saman við á meðan vélin er á snúningi. Blandað saman við gott salat. Geymist í viku.

11 janúar 2009

Sushi hrísgrjón í Maki-rúllur

Allt að 80% af hverri Sushi máltíð inniheldur hrísgrjón. Að útbúa hrísgjón fyrir Sushigerð er því mjög mikilvægur þáttur til þess að Sushimáltíðin takist sem best.

Ef maður á ekki japanskan hrísgrjóna-suðupott, þá er upplagt að nota þykkbotna heimilispott eða pott með teflonhúð. Eitt af leyndarmálum vel heppnaðra Sushihrísgrjóna er að mæla öll hráefni nákvæmlega og að nota aðeins gæðahráefni. Einnig er mikilvægt að nota rétt hrísgrjón. Þau bestu eru Kokuho Rose, Gold, Tamanishiki, Nazomi og Yume.

Fyrsta skerfið er að laga Tezu eða ediks-sykur upplausnina sem notuð er til bleyta upp í stykkinu og skálinni sem grjónin eru geymd í. Blandið saman 250 ml af vatni, 30 ml af hrísgrjónaediki (tegundirnar Marukan eða Mitsukan er fullkomið) og 5 ml af salti.

Eftirfarandi uppskrift er nóg í 4 stórar rúllur (Futomaki) eða 10 litlar rúllur (Hosomaki).
500 ml Sushi hrísgrjón (Já, ummálið, ekki vigtað), 600 ml vatn, 60 ml hrísgrjónaedik, 30 ml sykur og 5 ml salt.
Næsta skref er að skola hrísgrjónin mjög vel undir rennandi köldu vatni eða þar til skolvatnið er orðið tært sem kemur af grjónunum. Hellið hrísgrjónum í sigti og látið renna vel af þeim (30 mín). Komið grjónunum fyrir í pottinum og bætið vatninu í (600 ml).

Hitið rólega að suðu, setjið þétt lok á pottinn og lækkið í minnsta hita. Látið standa þannig í 18 mínútur. Mikilvæg að hafa lokið á allan tíman – ekki kíkja! Takið pottinn af hitanum og látið standa með lokið í aðrar 18 mínútur.

Blandið saman ediki, sykri og salti í lítinn pott og hitið saman þar til sykurinn er uppleystur. Takið af hitanum og látið kólna að stofuhita. Losið hrísgrjónin mjög varlega í sundur með trésleif.

Hefðbundin japönsk flatbotna tréskál (Hangiri) er oftast notuð til að geyma grjónin í, en það er hægt að komast af með mjög vítt fat eða skál. Bleytið upp í hreinu viskastykki með Tezu upplausninni sem löguð var í byrjun. Strjúkið skálina með stykkinu og setjið hrísgrjónin í. Víð skál gerir það að verkum að grjónin kólna mun hraðar og jafnar. Blandið edik-upplausninni saman við hrísgrjónin. Gerið það smátt og smátt og mjög varlega til að merja ekki hrísgrjónin.
Blandið og kælið hrísgrjónin mjög varlega með því að velta þeim til og frá með trésleifinni. Fullkomin Sushi hrísgrjón eiga að vera glansandi, örlítið seig og klessast lítið eitt við Tezu-bleytt viskastykkið.

Og hrísgrjónin eru tilbúin og klár í Sushi rúllurnar.

Hafið í huga að tilbúin soðinn Sushi grjón má ekki setja í hæli. Þá verða þau ónýt til Maki-rúllugerðar. Það á reyndar einnig við um tilbúnar rúllur. Talsverður áferðarmunur verður á Sushi grjónum við mikla kælingu. Þess vegna er best að gera rúllurnar rétt áður en þeirra er neytt.
Hér er sýnt í myndasöguformi dæmi um gerð Makirúlla.
Gangi ykkur vel.

10 janúar 2009

Sultaður Rauðlaukur

Sultaður Rauðlaukur er góður sem meðlæti með villibráð, paté og fuglakjöti eins og Önd. Geymist vel í lokuðu íláti í kæli.

30 ml grænmetisolía
900 gr rauðlaukur skorinn í þunnar sneiðar
70 ml cider edik
80 gr sykur
1 bolli frosin eða fersk sólber
Börkur af 2 appelsínum
65 ml rauðvín
Salt og pipar

Byrjið á því að brúna laukinn í olíunni. Setjið síðan allt annað saman við og sjóðið rólega í sultu. Má ekki vera of blautt.

Grískur Gufusoðinn Þorskur Plaki

Þessi réttur er þekktur Grískur fiskréttur og mjög vinsæll. Mjög auðvelt að búa hann til og er hann ekkert verri kaldur eins og hann er oft borðaður í Grikklandi. Fyrir 6 persónur.

300 ml ólífuolía
2 stk laukur í þunnum sneiðum
3 stk stórir tómatar saxaðir fínt
3 stk hvítlauksrif í þunnum sneiðum
1 tsk sykur
1 tsk saxað ferskt dill
1 tsk saxað fersk myntulauf
1 tsk söxuð fersk sellerýlauf
1 msk söxuð fersk steinselja
6 þorskstykki 150 gr hvert (Hnakkastykki)
2 msk sítrónusafi
Salt og nýmulinn svartur pipar

1- Hitið olíuna í víðum potti. Setjið laukinn útí og steikið gulbrúnan. Bætið tómötum saman við ásamt hvítlauk, sykri, dilli, myntu, sellerý, steinselju og 300 ml af vatni. Kryddið til með salti og pipar og látið sjóða rólega, án loks í 25 mínútur, eða þar til vökvinn hefur soðið niður um 1/3.

2- Hellið vökvanum í eldfast form eða skál og setjið saltfiskinn útí og eldið í 180 gráðu heitum ofni í 10-12 mínútur eða þar til fiskurinn er um það bil eldaður. Fjarlægið úr ofninum og bætið sítrónusafa saman við látið standa í nokkrar mínútur áður en hann er framreiddur. Streytið með ferskum, söxuðum jurtum og góðu brauði eða hrísgrjónum.
þennan rétt má framreiða heitann eða kaldann.

17 desember 2008

Ítölsk Grænmetissúpa með Bankabyggi

Þetta er mjög góð, ódýr og saðsöm súpa.

50 ml Basilolía
1 zukkini kjarnhreinsað og skorin í teninga
2 rauðar paprikur í litlum teningum
1 blaðlaukur skorin í litla bita
300 gr gulrætur í teningum
4 hvítlauksgeirar fínsaxaðir
1 lítið búnt timian
200 gr tómatmauk
2 ltr kalt vatn
Grænmetiskraftur
Salt og pipar
Rifinn parmesan ostur
Gott brauð og smjör

Aðferð:
Byggið er soðið í saltvatni í 15 mínútur, vatni hellt af, skolað og sett yfir til suðu á ný í köldu saltvatni. Látið sjóða í 10 mínútur. Í öðrum potti er olían hituð, hvítlaukurinn svitaður og öllu grænmeti blandað saman við. Vatni er bætt í ásamt söxuðu timian, tómatmauki og kryddi. Bætið byggi saman við. Látið sjóða rólega í 30 mínútur. Framreitt með brauði, rifnum parmesan og smjöri.

Súkkulaðikaka með berja coulis

Passar í einn millidjúpann Gastróbakka. Helmingið uppskriftina til að baka í heimilisskúffu.

Það má segja að þessi kaka sé svona lúxus-skúffukaka.

500 gr ósaltað smjör
10 egg
300 gr sykur
100 gr púðusykur
8 tsk lyftiduft
6 tsk vanillusykur
6 dl hveiti
4 dl kakó
300 gr dökkt, rifið súkkulaði

1 kg frosin blönduð ber
500 gr flórsykur

Blandið saman berjunum við flórsykurinn og látið standa við stofuhita í 3-4 klst. Framreiðið með kökunni.

Bræðið smjörið rólega. Þeytið saman egg, vanillusykur, púðusykur og sykur í 10 mínútur. Hrærið smjörið rólega saman við eggjablönduna. Sigtið hveiti, kakó og lyfiduft og blandið rólega saman við deigið ásamt helming af súkkulaði með sleif eða sleikju. Hellið helming deigsins í gastróbakkann (Smjörpappír undir). Stráið seinni helmings súkkulaðis jafnt yfir og hellið síðan rest af deiginu þar yfir. Hitið ofninn í 180 gráður í 5 mínútur og lækkið síðan í ofninum í 150 gráður og setjið kökuna í ofninn. Bakið á miðlungs viftuhraða í 35 mínútur. Kælið og framreiðið. Þessa köku má líka baka daginn áður.

10 desember 2008

Mexikönsk Tómatsúpa með Chili og Kjúkling

Þetta er mjög kraftmikil súpa sem gott er að ylja sér við á köldum vetrarkvöldum. Mjög sniðug í veislur sem sjálfstæður réttur eða aðalréttur. Fékk þessa hjá Agnesi á Selfossi. Breytti og staðfærði að kenjum kokksins.

400 gr soðnar kjúklingabringur í teningum
200 gr saxaður laukur
3 fínsaxaðir hvítlauksgeirar
1 grænn chilipipar fínsaxaður
2 rauður chili fínsaxaður
100 gr mais
100 gr soðnar nýrnabaunir
1 lítri tómatsafi
800 gr niðursoðnir tómatar í bitum
600 ml kjúklingasoð
1 búnt saxaður ferskur coriander
½ tsk chilipiparduft
½ tsk cayennapiparduft

Svitið hvítlaukinn, chilipiparinn og laukinn í dálítilli olíu. Öllum vökva bætt sman við og soðið rólega saman í 20-30 mínútur. Setjið kjúkling, mais og nýrnabaunir í súpuna. Smakkið til og bætið við chili eða kjötkrafti ef þurfa þykir. Súpan á að vera sterk og kraftmikil.

Meðlæti:
200 gr rifinn ostur
200 ml sýrður rjómi
200 ml Guacamole
Nachos flögur
Brauð og olífuolíaSkammtið súpuna í skál fyrir hvern og einn og setið meðlætið útí. Snakkið og rifinn ost efst.

22 nóvember 2008

Laufabrauð

50 gr Smjör
600 ml Mjólk
1 kg Hveiti
30 gr Sykur
Örl. Salt

Sjóðið saman smjör og mjólk. Hnoðað allt vel saman og látið hvílast í kælí í 6 klukkustundir.
Flatt út, skorið og skreytt samkvæmt venju og steikt í plöntufeiti.

15 júlí 2008

Sinneps og Hvítlaukslegin Lax

Framreiddur með Grænmetis-spjóti og chili-mangósósu

Fyrir 4

600 g snyrt laxaflak
2-3 msk mangó chutney
Salt

Marinering:
2 msk dijonsinnep
2 hvítlauksgeirar
100 ml ólífuolía
Svartur pipar
1 lime – safinn og rifinn börkur

Grænmetisspjót:
100 gr zukkini
100 gr rauð paprika
100 gr rauðlaukur
50 gr sveppir
8 smátómatar

Mangósósa:
200 ml mangómauk (Mango Glaze)
1 msk saxað coriander
1 stk chili-pipar
1 lime - safinn
Salt
Pipar

Aðferð:
Byrjið á þvi að marinera laxinn. Flakið er skorið í 4 jöfn stykki. Saxið hvítlaukinn fínt og blandið saman við ólífuolíuna. Smyrjið sinnepinu jafnt á laxastykkin og kryddið til með pipar. Leggið á fat og hellið olíunni yfir. Látið standa á köldum stað í klukkustund eða meira. Laxinn er síðan saltaður og grillaður á vel heitu grilli í um það bil 8 mínútur á hvorri hlið. Í restina skal hann pennslaður með mango chutney. Skerið grænmetið í fallega, jafna bita og þræðið upp á spjót. Grillið með laxinum í nokkrar mínútur. Kryddið með salti og pipar.

Mangósósa:
Hreinsið fræ úr piparbelgnum og saxið mjög fínt. Hitið í olíu ásamt coriander. Setjið mauk saman við ásamt limesafa og sjóðið stutta stund. Kryddið til með salti og pipar. Með réttinum má framreiða ferskt salat og brauð eða bakaða kartöflu fyrir þá sem það vilja.

04 júlí 2008

Saltfisk Lasagna

Þessi uppskrift er fiski-útgáfa af Grænmetislagna sem er hér neðar á síðunni:

Tómatsósan:
800 gr niðursoðnir tómatar -Kurlaðir
3 hvítlauksgeirar -Fínsaxaðir
50 ml ólífuolía
100 gr fínsaxaður laukur
1 fersk blóðbergs-grein eða ein tsk af þurrkuðu
100 ml vatn eða grænmetissoð
Salt og pipar

Hitið hvítlaukinn og laukinn í olíunni stutta stund. Setjið blóðberg, vatn, tómata og kryddið til með salti og pipar. Látið sjóða rólega í 30 mínútur. Takið til hliðar.

Ostasósan:
250 ml rjómi
250 ml mjólk
100 gr rifinn ostur eða ostaafgangar
Salt og pipar
Grænmetiskraftur
Ögn af múskati
Smjörbolla (50 gr bráðið smjör + 75 gr hveiti)

Setið allt saman í pott, utan smjörbollu og látið sjóða stutta stund. Þykkið með smjörbollunni og látið sjóða á ný.

Lasagna:
100 gr rauðlaukur í sneiðum
200 gr gulrætur í löngum sneiðum
150 gr kúrbítur í löngum sneiðum
100 gr spergilkál, skorið í litla knúppa
200 gr rauð paprika skorinn í sneiðar
600 gr soðinn og þerraður saltfiskur
6-8 lasagnablöð, látin liggja í sjóðandi vatni stutta stund
100 gr rifinn parmesanostur
200 gr rifinn ostur

Léttsjóðið grænmetið í saltvatni, kælið og þerrið. Gulræturnar þurfa lengstu suðuna. Í ofnfast form er lagt til skiptis grænmeti, tómatsósa, ostasósa, lasagnablöð og saltfiskbita. Stráð er parmesan á milli. Rifinn ostur efst. Látið standa við stofuhita í klukkustund. Bakið í ofni við 180 gráður í 15 mínútur eða þar til osturinn hefur tekið góðan lit. Framreiðið með salati og góðu brauði.

02 júní 2008

Ungversk Gúllassúpa

Fyrir 6 persónur

500 gr nautakjöt (Innralæri) skorið í litla teninga
400 gr bökunarkartöflur
200 gr gulrætur
100 gr laukur
200 gr rauð paprika
4 hvítlauksgeirar
1 tsk kúmen
2 tsk ungversk paprikuduft
800 gr niðursoðnir tómatar
Olía til steikingar
400 ml vatn
Salt og pipar
1 búnt söxuð steinselja
Kjötkraftur

Kjötið er brúnað á pönnu, kryddað og sett í pott með vatninu, ásamt kjötkrafti. Tættum niðursoðnum tómötum er bætt í pottinn og látið sjóða rólega. Skerið lauk, gulrætur og paprika í litla teninga og brúnið létt í olíu á pönnu. Bætið saman við ásamt kúmeni og söxuðum hvítlauk. Látið sjóða rólega í klukkustund eða þartil kjötið er orðið meirt undir tönn. Afhýðið kartöflurnar og skerið hráar í litla teninga. Sjóðið í lettsöltuðu vatni. Sigtið vatnið frá og setjið kartöflurnar saman við gúllasið rétt áður en hún er borinn fram. Stráið steinselju yfir og framreiðið með sýrðum rjóma og góðu brauði.

16 maí 2008

Grænmetis Lasagna

Fyrir 6 manns

Sósan:
800 gr niðursoðnir tómatar -Kurlaðir
3 hvítlauksgeirar -Fínsaxaðir
50 ml ólífuolía
100 gr fínsaxaður laukur
1 fersk blóðbergs-grein eða ein tsk af þurrkuðu
100 ml vatn eða grænmetissoð
Salt og pipar

Hitið hvítlaukinn og laukinn í olíunni stutta stund. Setjið blóðberg, vatn, tómata og kryddið til með salti og pipar. Látið sjóða rólega í 30 mínútur. Takið til hliðar.

Lasagna:
100 gr rauðlaukur í sneiðum
200 gr gulrætur í löngum sneiðum
150 gr kúrbítur í löngum sneiðum
300 gr spergilkál, skorið í litla knúppa
200 gr rauð paprika skorinn í sneiðar
50 gr ristaðar casew hnetur
500 gr kotasæla
6-8 lasagnablöð
100 gr rifinn parmesanostur
200 gr rifinn ostur

Léttsjóðið grænmetið í saltvatni, kælið og þerrið. Gulræturnar þurfa lengstu suðuna. Í ofnfast form er lagt til skiptis grænmeti, sósa, lasagnablöð og kotasæla. Stað er parmesan á milli. Rifinn ostur efst. Látið standa við stofuhita í klukkustund. Bakið í ofni við 180 gráður í 40 mínútur eða þar til osturinn hefur tekið góðan lit. Framreiðið með salati og góðu brauði.

11 mars 2008

Pasticcio

Pasticcio er pastaréttur í ætt við Lasagna. Pasticcio finnst mér eiginlega betri réttur en Lasagna. Rétturinn er lagaður í þremur þáttum: Kjötsósa/hakk, Ricatoni pasta og Bechamelsósa með eggjum og osti.

Pasta:
500 gr Ricatoni Pasta, soðið í 10 mín eða “al dente”
100 gr rifinn ferskur parmesan ostur
100 ml rjómi
Salt

Kjötsósa:
600 gr nautahakk
60 gr rifnar gulrætur
1 laukur saxaður fínt
2 hvítlauksgeirar marðir og saxaðir
6o gr söxuð rauð paprika
Salt og pipar
400 gr niðursoðnir tómatar
2 msk tómatpúrra
1 tsk oregano
1 tsk timian
Kjötkraftur ef með þarf

Bechamelsósa:
500 ml mjólk (best að nota g-mjólk)
Agnarögn múskat
50 gr smjörbolla til að þykkja (50/50 hveiti og bráðið smjör)
100 gr rifinn ostur
3 eggjarauður
Salt og pipar

Byrjið á því að brúna kjöthakkið og krydda til með salti, pipar, oregano og timian. Setjið allt grænmetið útí og brúnið áfram stutta stund. Setjið tómatana í blandara og tætið þá í sundur. Hellið í hakkið og bætið tómatpúrre saman við. Sjóðið rólega í 60-80 mínútur. Þetta á að vera þykk kjötsósa.

Blandið parmesan saman við heitt pastað og bleytið í því með rjómanum. Saltið. Leggið til hliðar og geymið.

Mjólkin er hituð rólega að suðumarki og krydduð með múskati, salti og pipar. Þegar sýður, takið af hitanum og þykkið með smjörbollunni. Hrærið rösklega í. Bætið osti saman við og kælið í c.a. 80 gráður. Bætið þá eggjarauðum saman við.

Kjötsósan er sett í botninn á eldföstu formi og pasta ofaná. Að síðustu er sósunni hellt jafnt yfir svo hvergi sjáist í pasta. Bakist í 180 gráðu heitum ofni í 30-40 mínútur. Framreiðið með góðu salati og hvítlauksbrauði.

11 febrúar 2008

Kartöflusalat

Hér er frekar óhefðbundið kartöflusalat sem ég hef fengið mjög góð comment á.
Mjög létt og einfalt salat. þetta salat má líka framreiða volgt.

Uppskriftin er fyrir 4-6
Innihald:

400 gr soðnar Ratte-kartöflur (Í hýðinu) og kældar
50 gr Ancienne korna-Sinnep
50 ml Extra Virgin Ólífuolía
100 gr saxaður Blaðlaukur eða Vorlaukur
80 gr Rauð paprika skorin í teninga
Salt og Pipar

Skerið kartöflurnar niður í sneiðar. Blandið síðan öllu saman og kryddið til með salti og pipar. Framreiðið með köldu eða heitu kjöti, eða fiskréttum.

06 febrúar 2008

Lúxus Laxabollur

200 gr laxaflak – hreinsað
150 gr hvítur fiskur
1 msk soyasósa
1 tsk saxaður hvítlaukur
2 egg
4 msk hveiti
100 ml hvítvín eða mysa
1 tsk dill
1 tsk fennelduft
1 tsk karrý
1 tsk paprikuduft
½ tsk timian
100 ml rjómi
Salt og pipar úr kvörn

Skerið allan fisk í litla bita og marinerið í hvítlauk og kryddi í klukkustund. Hellið hvítvíni, eggjum saman við og blandið saman. Setjið í matvinnskuvél og látið snúast í stutta stund. Bætið hveiti saman við og hellið rjóma í smátt og smátt. Mótið í litlar fallegar bollur með skeið og steikið í smjöri við vægan hita. Framreiðið með skelfisksósu, brauði og hrísgrjónum.

20 desember 2007

Hreindýrasteik með hefðbundinni Villisósu

Fyrir 6

Innihald:
1,5 kg hreinsaður hreindýravöðvi, (Læri eða Hryggur)
400 gr afskurður og bein
2 stk gulrætur
100 gr sellerýstilkar
5 stk einiber
2 stk lárviðarlauf
1,2 lítrar kalt vatn
250 ml rjómi
150 ml dökkt portvín
salt og pipar
gráðostur
ribsberjahlaup

Aðferð:

Sósan:
1 Biðjið kjötkaupmanninn að höggva niður beinin fyrir ykkur í sósuna.Brúnið þau í örlítilli olíu ásamt afskurðinum í víðbotna potti.Kryddið með salti og pipar.
2 Þegar beinin eru byrjuð að taka lit, skerið þá grænmetið gróft niður og bætið í pottinn.Brúnið áfram og takið síðan pottinn af hitanum. Stráið örlitlu af hveiti yfir afskurðin og beinin og hrærið í með sleif. Hellið vatninu saman við og kryddið til með einiberjum, lárviðarlaufum. Látið suðuna koma upp hægt og rólega og sjóðið niður um helming. Fleytið allan sora af soðinu, jafn óðum og hann flýtur upp.
3 Sigtið soðið í annan pott og látið suðuna koma upp að nýju. Þykkið soðið með maisenamjöli ef þurfa þykir. Bætið portvíni og rjóma í sósuna og dekkið hana e.t.v. með sósulit. Smakkið sósuna til með kjötkrafti ef með þarf.
4 Að síðustu skal setja eina matskeið af gráðosti og c.a. tvær af ribsberjahlaupi í sósuna og hræra vel í. Látið sjóða stutta stund við vægan hita. Á þessu stigi gæti þurft að sigta sósuna aftur.
Steikin:
1 Skerið steikurna niður í c.a. 2ja sentimetra 100 gramma steikur (12 stykki). Berjið létt á steikurnar með kjöthamri. Brúnið þær vel í olíu á vel heitri pönnu og kryddið með salti og pipar.
2 Setjið steikurnar í eldfast fat og steikið áfram í 10 mín í 250 gráðu heitum ofni (medium). Framreiðið með sósunni og tildæmis jólasalati, rauðvínssoðnum perum, steiktum kartöflum og léttsoðnu grænmeti (t.d. snjóbaunum og gulrótum). Einnig er hægt að steikja vöðvana heila. Brúnið þá fyrst á vel heitri pönnu og kryddið með salti og pipar. Setjið í 180 gráðu heitan ofn. Steikist í 15-40 mín allt eftir stærð vöðvana. Kjarnhiti 58 gráður.

11 desember 2007

Grískur Sítrónukjúklingur með Ólífum og Koriander

Þessi réttur var á Grískum matseðli sem ég setti saman í tilefni af Grískri menningarviku á veitingastaðnum Café Óperu í febrúar 1998

½ tsk kanelduft
½ tsk turmeric
1 stk kjúklingur (1.5 kg)
30 ml olífuolía
1 stór laukur sneiddur þunnt
1 msk fínsöxuð engiferrót
600 ml kjúklingasoð
2 stk sítrónur, skornar í báta og í tvennt
75 gr góðar ólífur
15 ml tært hunang
4 msk saxað ferskt koriander
Salt og pipar


1- Hitið ofninn í 190 gráður. Blandið saman í skál turmeric, kanel, salti og pipar og nuddið kjúklingin jafnt upp úr kryddblöndunni.

2- Hitið olíuna í stórum potti eða á stórri pönnu og brúnið kjúklingin jafnt á öllum hliðum. Færið kjúklingin upp á ofnfast fat.

3- Bætið lauknum á pönnuna og steikið í 3 mínútur. Setjið saxað engifer í pönnuna ásamt kjúklingasoði, látið sjóða við vægan hita. Hellið yfir kjúklinginn og lokið forminu með t.d. álpappír. Bakið í 30 mínútur.

4- Takið úr ofninum og bætið sítrónum, ólífum og hunangi saman við, bakið áfram í 30 mínútur loklaust.

5- Að bökun lokinni skal strá söxuðu kóriander yfir og smakka réttin til.
Skreytt með kórianderlaufum og framreitt strax.

05 desember 2007

Súkkulaði og Myntukaka

Þessa uppskrift notaði ég með frábærum árangri í veiðihúsinu að Kjarrá í þverárhlíð.
Frábær kaka og auðvelt að búa til. Hentar fullkomlega sem eftirréttur.

Súkkulaðifrauðið:
4 eggjarauður
75 gr sykur
75 ml vatn
300 gr brætt suðusúkkulaði
250 ml hálfþeyttur rjómi

Myntufrauðið:
250 ml rjómi
4 stk eggjarauður
75 gr sykur
6 stk matarlímsblöð
300 ml hálfþeyttur rjómi
3 msk myntulíkjör (Crème de Menthe)

Súkkulaðibotn:
2 egg og 4 eggjarauður
200 gr flórsykur
25 gr hveiti
25 gr kartöflumjöl
25 gr kakóduft

Aðferð súkkulaðibotn:
1-Blandið saman kartöflumjöli, hveiti og kakódufti og sigtið.
2-þeytið saman flórsykri og eggjum yfir hita, þar til hræran þykknar.
3-Bætið þurrefnum saman við.
4-Setjið í smurt form og bakið 18 mín við 180 gráðu hita.
5-Bregðið undir salamander í restina ef með þarf -kælið.

Myntumousse:
1-Sjóðið upp á myntu og rjóma og kælið örlítið.
2-Legerið sykur og eggjarauður saman þar til hræran er orðin frekar þykk.
3-Hellið þá smátt og smátt rjómanum saman við.
4-Leggið matarlímið í kalt vatn, kreystið og leysið upp í rjómablöndunni.
5-Kælið hræruna niður fyrir 40 gráður og blandið þeyttum rjóma saman við.
6-Hellið yfir súkkulaðibotnin og kælið vel áður en súkkulaðilagið er sett ofaná.

Súkkulaðimousse:
1-Sjóðið saman vatn og sykur í þunnt síróp.
2-Legerið eggjarauður í sírópinu þar til hræran fer að flykkna.
3-Bætið súkkulaðinu saman við og kælið örlítið.
4-Setjið þeyttan rjóma saman við síðast og setjið ofaná myntulagið.
5-Kælið vel og stráið kakódufti yfir kökuna.

18 október 2007

Alvöru Bernaise-sósa

6 eggjarauður
500 gr smjör
3-4 msk hvítvíns edik
1 msk þurrkað eða
ferskt saxað etragon (drekamalurt)
Salt
Svartur pipar úr kvörn
Karrý á hnífsoddi
Paprikuduft á hnífsoddi
½ msk Dijon sinnep
Kjötkraftur ef með þarf

Látið smjörið bráðna í rólegheitum við vægan hita. Passið að hræra ekki í smjörinu því að ætlunin er að fleyta fituna ofana af grogginu/mjólkinni sem myndast í botninum, seinna meir. Eggjarauðurnar eru þeyttar vel saman ásamt ediki og kryddi, yfir heitu vatnsbaði. Varist að láta eggjarauðurnar hitna um of. Hræran verður að vera ljós og létt. Takið af vatnsbaðinu og hrærið stöðugt í á meðan smjörinu er hellt saman við, smátt og smátt. Það gæti þurft að setja matskeið og matskeið af volgu vatni ef hræran verður of þykk. Kryddið til ef með þarf.

23 febrúar 2007

Quiche Lorraine með Spergilkáli og lauk

Þetta er frábær, léttur réttur t.d í hádeginu með góðu salati. Franskara en allt sem franskt er.
Deig:
250 gr hveiti
1 tsk salt
150 gr kalt smjör
1 eggjarauða
5o ml kalt vatn

Hnoðað saman og hvílt í kæli í að minnsta kosti 2 tíma. Fletjið síðan þunnt út og komið fyrir í springformi. Látið deigið ná c.a. 2-3 cm upp á hliðar formsins. Kælið.

Fylling:
125 gr reykt flesk í bitum (blanserað stutta stund)
2 litlir laukar í sneiðum (blanserað stutta stund)
250 gr spergilkál í bitum (Soðið í 3 mínútur í saltvatni)
60 gr rifinn ostur
4-5 dl mjólkursósa bætt með rjóma (Þykkt mjólk og rjómi með smjörbollu)
3 eggjarauður
3 egg
Múskat, salt og pipar

Látið allt vatn renna vel af káli, lauk og fleski, og setjið í bökuformið. Hrærið egg og ost út í kælda sósuna og hellið yfir fyllinguna. Bakið við 190 gráður í 35-55 mínútur allt eftir stærð formsins og þykkt bökunnar.



22 febrúar 2007

Súkkulaði-trufflukaka

Þessi kaka er mjög einföld, en merkilega ljúffeng sem desert eða með góðum kaffibolla. Þessa köku notaði ég mikið þegar ég var í veiðihúsinu að Kjarrá í Þverárhlíð. Ég lagaði hana alltaf með 2ja daga fyrirvara því mér fannst hún eiginlega betri þá. Ef ég man rétt þá gaf ég bláberjasorbet með.

150 ml vatn
100 ml glúkósi eða sykursíróp
4 blöð matarlím bleytt upp í köldu vatni
5oo gr dökkt súkkulaði
1 ltr léttþeyttur rjómi
Kakóduft
Þunnur svampbotn
Sterkt kaffi
Jarðaberjamauk

Bakaður er þunnur svampbotn, hann settur í botn á springformi. bleytið upp með kaffinu og smyrjið létt yfir botninn með jarðaberjamaukinu. Hitið saman vatn, glúkósa og matarlím. Brytjið niður súkkulaðið og bræðið saman við. Kælið örlítið og blandið rjómanum saman við og hellið í formið. Kælið vel og stráið kakói yfir.

16 febrúar 2007

Tiramisu

Tiramisu er með þekktari eftirréttum nútímans. Tiramisu sem þýðir "freistaðu mín" á ítölsku (Pic me up á ensku) er sennilega fundin upp skömmu fyrir fyrri heimstyrjöldina. Sagan segir að ítalskar húsmæður hafi gert þennan desert fyrir eiginmenn sína áður en þeir héldu á vígvöllinn. Desertinn átti að tryggja að eiginmennirnir kæmu aftur til sinna heitt elskuðu eiginkonu eftir stríðið. Til eru margar uppskriftir og útfærslur á þessum fræga desert en allar eiga þær sammerkt að innihalda mascarpone-ost, egg, sykur, kaffi, marsala og oftast ladyfingers eða kaffibleyttan svampbotn. Hér á eftir kemur uppskrift sem mér finnst hvað best að þeim uppskriftum sem ég hef prófað.

8 aðskilinn egg
300 gr sykur
1200 gr rjómaostur eða mascarpone
1 tsk sítrónusafi
7 blöð matarlím bleytt upp í köldu vatni
1/2 dl Marsala eða líkjör eins og t.d. Contreu
Kakóduft

Þeytið vel saman eggjarauður og 250 gr sykur. Bætið rjómaosti saman við smátt og smátt. Blandið vel saman - verður að vera kekkjalaust. Kreistið vatnið úr matarlíminu og setjið það í pott ásamt líkjör. Hitið rólega saman þar til matarlímið er uppleyst. Takið til hliðar og látið kólna örlítið. Stífþeytið eggjahvíturnar með 50 grömmum af sykrinum og blandið varlega saman við rjómaostahræruna. Hellið síðan matarlíminu saman við og blandið saman. Hellið strax yfir svampbotninn og setjið í kæli. Eftir um klukkustund má strá þunnu lagi af kakói yfir kökuna með sigti og kæla síðan áfram í nokkrar klukkustundir. Upplagt er að laga þessa köku daginn áður en hún skal borinn fram. Hún er jafnvel betri sólarhrings gömul. Framreiðið með jarðaberjum og góðu kaffi.

Þetta er dálítið stór uppskrift þannið að það má helminga hana og þá er hún nægilega stór fyrir 6 manns.

Svampbotn:
3 egg
60 gr sykur
60 gr hveiti
1/2 tsk lyftiduft

Þeytið vel saman egg og sykur. Setjið hveiti og lyftiduft saman við. Blandið saman stutta stund. hellt á smjörpappír á bökunarplötu og bakað fallega brúnt við 180 gráðu hita (c.a. 10 mín). Fjarlægið smjörpappírinn og setjið í botn á hæfilega stóru formi. Gæti þurft að skera út eftir stærð formsins. Hellið 2-3 dl af expresso kaffi eða mjög sterku kaffi yfir botninn. Kælið.

Auðunn Valsson

06 ágúst 2006

Amerískar Pönnukökur


225 gr sigtað hveiti
2 tsk lyftiduft
1 tsk salt
2 tsk flórsykur
250 ml mjólk
2 egg
55 gr brætt smjör

Hrærið saman smjör, mjólk og egg. Blandið þurrefnum saman í skál og hellið mjólkurblöndunni smátt og smátt saman við. Hrærið saman með sleif eða þeytara. Bakið á viðloðunarfrírri pönnu. Þessi uppskrift nægir í 10 stórar eða 18 litlar pönnukökur. Framreiðið með smjöri og hlynsírópi.

23 maí 2006

Núðlur með kókos og rauðu karrý


Fyrir 6

1 pk núðlur
2 ds kókosmjólk
3 msk olía
4 msk sweet chili sósa
1 saxað hvítlauksrif
2 msk soya sósa
2 litlar gulrætur í strimlum
100 gr hvítkál í srimlum
100 gr vorlaukur eða blaðlaukur í strimlum
2 msk rautt karrý
3 soðnar kjúklingabringur í strimlum

Sjóðið núðlurnar í 5 mínútur og kælið í miklu af köldu vatni - sigtið. Svitið grænmetið í olíunni með karrý og hvítlauk. Setjið kókosmjólk útí ásamt soya og sweet chili. Sjóðið stutta stund eða þar til grænmetið er orðið meirt. Setjið núðlur og kjúkling útí og sjóðið stutta stund. Þennan rétt er upplagt að laga í wok-pönnu.

25 apríl 2006

Karrý- kókossúpa með kjuklingastrimlum

Fyrir 6 pers.

1 stk rautt chilli
50 gr laukur
3 msk olía
1 tsk karrý
½ tsk turmeric
500 ml kjúklingasoð
-eða vatn og kjúklingakraftur
Salt
Pipar
2 dósir kokosmjólk
250 ml rjómi
½ + ½ rauð og græn paprika
Maisena mjöl eða smjörbolla (hveiti og smjör)
1 soðin skinnlaus kjúklingabringa í ræmum

Chili er fræhreinsað og saxað smátt ásamt lauknum. Svitið chilli og lauk síðan í olíunni og bætið karrý og turmeric saman við .Hellið kjúklingasoði saman við og látið sjóða rólega stutta stund. Maukið með töfrasprota og bætið síðan kokos, og rjóma saman við. Sjóðið stutta stund, kryddið til með salti og pipar, og karrýi ef þurfa þykir. Þykkið súpuna með maisena eða smjörbollu. Saxið paprikuna fínt eða í litla teninga og bætið út í súpuna að síðustu ásamt kjúklingastrimlum. Látið sjóða og framreiðið.

15 mars 2006

Brownie


120 gr Súkkulaði
50 gr smjör
2 msk sterkt kaffi
1 bolli sykur
1/4 tsk Salt
5 egg
3/4 bolli Hveiti
1/4 Bolli Kakó ( Má sleppa)
1 Bolli Saxaðar valhnetur
1 Bolli Saxað Sírius rjómasúkkulaði

Bræðið saman súkkulaði, smjör og kaffi. Hrærið saman sykur, egg og salt þar til blandan er létt og ljós. Blandið súkkulaðiblöndunni saman við. Hveiti og kakó, ef þið notið það er blandað í eggjablönduna. Hnetum og rjómasúkkulaði blandað saman við . Bakið við 170°C í 40-45 mín eða þar til kakan losnar frá brúnum. Kælið og skerið í brownies-teninga. Framreitt með rjóma eða vanilluís

09 mars 2006

Kleinuhringir


200 ml mjólk eða vatn
1 1/2 msk þurrger
3 msk sykur
3 egg
50 g lint smjör
1 tsk vanilludropar
Rifinn börkur af 1 sítrónu
550 g hveiti
steikingarfeiti

Vökvinn velgdur þar til hann er nálægt 37°C og hellt í skál. Gerið sett út í ásamt 1-2 tsk af sykri og látið standa þar til gerið er farið að freyða. Þá er afgangurinn af sykrinum settur út í ásamt eggjum, smjöri, bragðefni og hluta af hveitinu. Hrært vel og meira hveiti bætt út í smátt og smátt, þar til deigið er vel hnoðunarhæft og klessist ekki við hendur en er þó fremur lint. Hnoðað vel, mótað í kúlu, sett í hveitistráða skál og látið lyfta sér við stofuhita í 30-45 mínútur. Þá er það slegið niður og flatt út í 1 cm þykkt, eða tæplega það. Hringir stungnir úr því (8 cm þvermál) og afskurðinum svo hnoðað saman í kúlu sem er flött út og fleiri hringir stungnir út - það ættu að verða u.þ.b. 14-18 hringir úr deiginu. Raðað á bökunarpappírsörk og látnir lyfta sér á meðan feitin er hituð. Þegar hún er 180-190°C eru kleinuhringirnir settir gætilega út í, 3-5 í senn eftir stærð steikingarpottsins, og steiktir í 1 1/2-2 mínútur á hvorri hlið (þurfa reyndar oftast heldur styttri tíma þegar búið er að snúa þeim). Teknir upp með gataspaða og látið renna af þeim á bökunarpappír. Bestir volgir og þá kannski með flórsykri sigtuðum yfir, eða þeir eru látnir kólna og þykkum glassúr dreypt yfir. Þeir eru samt alltaf langbestir nýsteiktir.

Naan Brauð


200 ml mjólk
2 msk sykur
1 poki þurrger eða 5 tsk
600 gr hveiti
1 tsk salt
2 tsk lyftiduft
4 msk ólífuolía
1 dós hrein jógúrt (180g)
1 msk maldon-salt
1 msk indversk kryddblanda(Garam Marsala t.d.)
25 gr smjör
1-2 hvítlauksrif, smátt söxuð
búnt af fersku kóríander

Setjið ger og sykur saman í skál og hellið volgri mjólk yfir. Látið standa í 15 mín. Blandið síðan hveiti, salti, lyftidufti, olíu og jógúrt saman við germjólkina. Hnoðið deigið þar til það verður mjúkt og bætið við hveiti ef ykkur finnst það og blautt. Látið deigið hefast í skál í 1 klst. við stofuhita. Hitið ofninn í 275°C eða 210-220 blástur. Blandið kryddinu og saltinu saman á diski. Skiptið deiginu í 10 hluta og hnoðið kúlur úr þeim. Fletjið síðan kúlurnar út nokkuð þunnt og þrýstið þeim ofan í kryddblönduna. Raðið brauðunum á plötuna sem er klædd bökunarpappír og bakið þau í 5-7 mínútur. Þið getið líka bakað þau á efri grind á gasgrili. Bræðið smjörið í potti og dreypið því strax yfir heit brauðin. Klippið kóríander síðan yfir allt saman. Berið strax fram meðan brauðin eru heit. Einnig er hægt að nota þessa uppskrift í Pítubrauð, en hafið þá brauðin þykkari og sleppið kryddi.

19 febrúar 2006

Fiskisoð og Grugghreinsun

U.þ.b. 1500 ml

150 gr fennel – grófsaxað
120 gr laukur í þunnum sneiðum
Hvíti hlutinn af einum blaðlauk í sneiðum
50 ml ólífuolía
1000 gr bein af flatfisk
-skoluð og blóðhreinsuð
60 ml hvítvín
1,5 litrar kalt vatn
3 sneiðar sítróna
3 steinseljustilkar
1 grein estragon
1 grein coriander
1 stk stjörnuanis
10 hvít piparkorn

Svitið grænmetið mjúkt, í olíunni án þess að það taki lit. Bætið beinum saman við og svitið áfram í eina mínútu, bætið síðan hvítvíni saman við. Sjóðið niður um helming. Hellið köldu vatninu saman við og látið sjóða á ný. Bætið sítrónusneiðum, kryddjurtum, stjörnuanis og piparkornum saman við. Látið sjóða rólega í 20 mínútur. Fleytið allan sora af soðinu jafnóðum og hann myndast. Sigtið í gegnum síudúk og látið botnfalla. Ausið síðan soðið upp í annað ílát og skiljið eftir botnfallið. Kælið eða frystið. Ekki nota gulrætur í fiskisoð sem á að grugghreinsa því að það kemur óæskilegur litur á seyðið.

Munið að lykillinn af góðu og fallegu fiskisoði er: Svita grænmetið – sjóða rólega – fleyta - botnfall burt.

Grugghreinsun á soði:
1,5 lítrar fiskisoð
12 eggjahvítur
100 gr blaðlaukur
100 gr sellerý
100 gr fennel
50 gr kryddjurtir að eigin vali
Salt ef þurfa þykir

Setjið allt grænmeti og kryddjurtir í matvinnsluvél og saxið fínt. Setjið grænmetið í skál og sláið eggjahvítum saman við. Kælið soðið niður í 30-35 gráður og blandið eggjahvítuhrærunni saman við. Setjið yfir meðalhita og rennið sleif eftir botninum á pottinum öðru hvoru á meðan suðan er að koma upp. Þetta er gert til að koma í veg fyrir að eggjahræran brenni í botninum. Þegar suðan kemur upp þá skal sjóða mjög rólega í 30 mínútur. Látið síðan standa í 15 mínútur áður en síað er. Ausið seyðið síðan upp úr pottinum og hellið í gegnum síudúk. Forðist að taka groggið með. Hafið fínt sigti undir og gróft efst (síudúkur í miðjunni). Ekki hella seyðinu beint úr pottinum í síudúkinn. Munið eftir að bragða til soðið áður en grugghreinsun fer fram. Það er mjög mikilvægt því að það er ekki hægt að bæta neinu í seyðið eftirá því þá gruggast seyðið.

16 febrúar 2006

Heilsu-nammi

1,5 bolli kókosmjöl
1,5 bolli cashew-hnetur
1/2 tsk salt
1/2 bolli döðlur

Allt kurlað saman í matvinnsluvél. Steypt í form og kælt. Skorið síðan niður í hæfilega bita.

Heilsubrauð

Þetta brauð er ofur-heilsusamlegt og bragðgott:

5 bollar heilhveiti
12 tsk lyftiduft
2,5 tsk salt
2 bollar sólblómafræ
2 bollar graskersfræ
1,5 bolli hörfræ
3 msk síróp
1 liter AB-mjólk

Blandið saman þurrefnum og fræjum. Blandið saman sírópi og AB-mjólk, hrærið saman við þurrefnin. Setjið í form og bakið 90 mín við 180 gráður, í blástursofni.

14 febrúar 2006

Pizzusnúðar


16 stykki
Deig:
10 gr ger
125 ml volgt vatn
1/2 tsk salt
1 msk ólífuolía
200 gr hveiti

Fylling:
70 gr tómatmauk
1 fínt saxaður hvítlauksgeiri
1 tsk þurrkað oregano
1/2 tsk salt
örl. pipar
200 gr rifinn mossarella-ostur

Hnoðið saman deigið í sprungulausa kúlu og látið hefast undir stykki, á volgum stað í 45 mínútur. Fletjið út í c.a. 35x35 cm ferning. Blandið fyllingunni saman og smyrjið jafnt á deigið. Stáið um 175 grömmum af ostinum yfir og vefjið upp í rúllu. Skerið í 16 jafna snúða og komið fyrir á bökunarplötu. Best að hafa bökunarpappír undir. Látið hefast aftur í 30 mínútur og stráið síðan rest af osti á snúðana. bakið í 15 mínútur við 200 gráðu hita.

09 febrúar 2006

Rouille - sósa

Þessi sósa er yfirleitt framreidd með Bouillabaisse-súpu á brauðsnittu. Rouille þýðir "ryð" á íslensku og er því vísað til lits sósunnar, en hún á að vera ryð-rauð að lit.

2 stk hreinsaðir chilipipar
4 stk hvítlauksgeirar
100 ml extra virgin ólífuolía
1 eggjarauða
3 franskbrauðsneiðar á skorpu
1 tsk sjávarsalt
1 tsk litsterkt paprikuduft
50 ml bouillabaisse-soð

Saxið chili og hvítlauksgeira. Setjið í mortel ásamt salti, 1 msk af olíu og paprikuduft. Merjið í fínt mauk. Bleytið brauð í heitu fiskisoði og kreystið síðan mesta vökvann frá. Blandið saman við maukið og hrærið olíunni saman við ásamt eggjarauðu. Hrærið saman flauelsmjúka sósu. Gæti þurft að þynna út með soði. Sósan á að geta það þykk að hún standi sér á brauðsnittu.

Lambaterrine með Kúrbít og Tómatconfit

Franska nafnið á réttinum er:
"Terrine D´agneau aux courgettes et tomates confites"

1 kg Fituhreinsuð Lambafille
2 kg Kúrbítur
1 kg Stórir tómatar
200 gr Saxaður laukur
10 bl Matarlím
1 dl Extra virgin Ólífuolía
Salt og pipar
5 stk Basil lauf

Aðferð:
1-Kryddið og steikið Lambafilletið rósrautt í miðju, á pönnu og kælið.
2-Skerið kúrbítinn í þykkar sneiðar og síðan í fernt.
3-Setjið ólifuolíuna í pott og setjið á vægan hita.
4-Setjið kúrbítin í pottinn og sjóðið við vægan hita í 40-60 mínútur.
5-Maukið tómatana í matvinnsluvél og bætið í pottinn.
6-Kryddið til með salti og pipar ásamt basil-laufum.
7-Sjóðið saman í 15 mínútur og bætið matarlími saman við.
8-Kælið fyllinguna örlítið og smyrjið terrine form með olíu.
9-Setjið fyllingu í botninn á forminu og síðan kjöt ofaná.
10-Endurtakið og endið á fyllingunni.
11-Kælið vel og skerið í þykkar sneiðar, eina á mann.
12-Framreitt með góðu brauði ásamt salati og olíu.

07 febrúar 2006

Bouillabaisse Terrine með Rouille sósu

250 gr skötuselshali
250 gr karfi
250 gr langa eða steinbítur
250 gr stór hörpuskel
250 gr pillaður humar eða tígrisrækjur

200 gr miðhluti af fallegum blaðlauk
250 ml gott, tært fiskisoð
100 ml ólífuolía
4 hvítlauksgeirar - marðir
1 fennel - þunnt sneiddur
1 laukur - þunnt sneiddur
1 gulrót - þunnt sneidd
2 vel rauðir tómatar
10 gr saffrran
2 greinar ferskt blóðberg
10 gr salt
cayennapipar á hnífsoddi
6 stykki matarlímsblöð

Losið sundur blaðlaukinn og blancerið og snöggkælið. Notið blaðlaukinn til að klæða formið að innan. Svitið golrætur, rest að blaðlauk, hvítlauk, lauk og fennel í 7 mínútur, í olíunni. Bætið fínsöxuðum tómötum við og eldið áfram í 5 mínútur. Hellið fissoðinu í pottinn ásamt saffran, blóðbergi salti og cayennapipar. látið sjóða rólega og bætið skötusel útí. Látið sjóða rólega í 2 mínútur og bætið rest af fisk saman við - humar í rerstina. Látið sjóða áfram í 4 mínútur. Færið fiskinn upp úr og kælið. lagið hlaup úr soðinu. Raðið fisknum og grænmetinu fallega í terrine-form og hellið hlaupi yfir. Hyljið með blaðlauk og kælið vel í 12 klst. Framreitt með Rouille á brauði.

Marinerað Laxa og Skötusels Terrine

300 gr hreinsaður skötuselshali
300 gr laxaflak
3 lime - safinn og julienne
1 laukur - fínsaxaður
100 gr pimento pipar - niðurlagður
150 ml gott fiskiaspic
Basillauf
Corianderlauf
Dillgreinar
2 negulnaglar - malaðir
Nokkur rósapiparkorn - mulin
Muskathneta - möluð
Salt og pipar

Sneiðið fiskinn í þunnar sneiðar á fat eða disk. Hellið limesafa jafnt yfir ásamt julienne. Stráið lauk yfir og kryddið með muskati, rósapipar, negulnöglum, salti og pipar. Leggið plastfilmu yfir og latið standa í kæli í 30 mínútur. Klæðið terrineform með pimento-pipar og leggið lax og skötusel til skiptis í formið. Setjið kryddjurta-lauf á milli. Hellið hlaupi alltaf á milli einnig. Gæti verið sniðugt að kæla formið eftir hvert lag (láta hlaupið stífna). Kælið síðan vel í 4-6 klukkustundir hið minnsta. framreitt með góðu brauði og vinaigrette.

27 janúar 2006

Kartöflu-Tómatsúpa með rifnum osti

Þessi súpa er kraftmikil og góð súp t.d. í hádeginu með góðu brauði.

1 msk smjör
1 msk ólífuolía
200 gr saxaður smálaukur
500 gr kartöflur, afhýddar og skornar í smáteninga
500 ml grænmetissoð
400 gr fínhakkaðir tómatar úr dós
70 gr tómatmauk
gróft salt
6 dropar tabasco sósa
150 gr rifinn ostur

Svitið laukinn í ólíunni og smjörinu. Bætið öllu öðru saman við, nema osti og látið sjóða rólega í 20 mín eða þar til kartöflurnar eru orðnar meirar. saltið ef þurfa þykir. Hellið í 4 skálar og stráið osti yfir. Skreytið með coriander-laufum.

25 janúar 2006

Thai-súpa með chilibrauði

Hvað er betra í skammdeginu en orkurík, bragðmikil og framandi mauksúpa. Þessi súpa er alveg frábær:

Súpan fyrir 4:
400 gr kartöflur
2 stk blaðlaukar, hvíti hlutinn
1 msk smjör
2 msk rifið engifer
800 ml kjúklingasoð
50 gr þurrkaðar rís-núðlur
250 ml rjómi
1/2 lime-safi og rifinn börkurinn
1/2 tsk sambal oelek (thai-krydd)
Saxaður graslaukur til skreytinga

Chilismjör á brauðið:
1/2 tsk sítrónusafi
1 tsk púðusykur
25 gr smjör
1/2 tsk sambal oelek (thai-krydd)

Afhýðið kartöflurnar, skerið í þunnar skífur og skolið upp úr köldu vatni. Látið vatnið renna vel af. Saxið blaðlaukinn og svitið í smjöri, í stórum potti. Bætið kartöflum, engifer og kjúklingasoði saman við. Látið sjóða rólega í 25 mínútur. Sjóðið núðlurnar samhvæmt leiðbeiningum á pakkanum. Maukið grænmetið í súpunni með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Bætið síðan rjóma, lime og thai-kryddi saman við. Saltið ef þurfa þykir. Skiptið núðlunum í 4 skálar. Látið súpuna sjóða og hellið yfir núðlurnar og stráið graslauk yfir.

Chilismjör:
Blandið öllu saman og smyrjið þykkar brauðsneiðar með smjörinu. Ristið gullinbrúnt í ofni.

22 desember 2005

Gráfíkjuterrine

þetta er dálítið sérstakur eftirréttur en mjög góður.

Innihald:

375 ml Rauðvín
100 gr pistasíuhnetur
50 gr saxaðar valhnetur
50 gr sykur
60 ml brandy
600 gr gráfíkjur
12 stk matarlímsblöð
Safi og börkur af 2 appelsínum

Aðferð:

1. Hreinsið gráfíkjurnar með því að skera stilkinn af og skerið þær síðan í tvennt.
2. Setjið allt saman í pott nema matarlímið.
3. Sjóðið í 10 mín og takið af hitanum.
4. Bleytið upp matarlímið og bætið útí.
5. Klæðið form með plastfilmu og setjið gráfíkjurnar í.
6. Kælið í 10 klst. og framreiðið með Sabayonnesósu.

Kartöflur

Það eru margir sem spyrja mig um hvernig kartöflur sé best að hafa með jólasteikinni fyrir utan þessar hefðbundnu þ.e.a.s. sykurbrúnaðar. Hér koma uppskriftir að 4 mjög einföldum kartöflum sem meðlæti:

Fondantkartöflur.
Litlar bökunarkartöflur eru skornar til eða “turneraðar” eins og sagt er á kokkamáli. Þær eru síðan brúnaðar vel í snarpheitri olíu og komið fyrir í eldföstu íláti. Lagað er gott kjötsoð úr beinum eða þá að blandað er saman vatni og kraftteningi. Fyrir 8 kartöflur að millistærð þarf um 4 dl soð. Hellið soðinu í formið og kryddið til með salti og pipar. Það sakar ekki að krydda með ferskum söxuðum kryddjurtum eins og blóðberg eða rósmarin. Bakið í 30-40 mínútur við 180 gráðu hita.

Kartöflurösti.
Rífið niður afhýddar, bökunarkartöflur í fína strimla. Kreystið mesta safann úr þeim og kryddið til með pipar og salti. Gott er að setja dálítið af bræddu, hreinsoðnu smjöri saman við á þessu stigi málsins. Mótið í þunnar “kökur og brúnið á vel heitri pönnu á báðum hliðum. Einnig er mögulegt að gera eina stóra “köku” á teflonpönnu. Komið fyrir á smjörpappír á bökunarplötu og setið í 180 gráðu heitan ofn. Bakið stutta stund eða þar til kartöflurnar eru fulleldaðar.

Hin fullkomna bakaða kartafla.
Þrífið stórar fallegar bökunarkartöflur í volgu vatni og þerrið vel. Pennslið með góðri jómfrúar-ólífuolíu og kryddið með fínt muldu sjávarsalti. Setjið í eldfast mót og bakið í 30-40 mínútur. Það er gömul mýta að nota álpappír utanum bökunarkartöflur.

Kartöflugratin.
Skerið mjölmiklar kartöflur í þunnar sneiðar. Þá er kartöflunum raðað í vel smurt eldfast mót og rjóma hellt á milli laga. Í 1 ½ kg af kartöflum hentar u.þ.b. 3 dl af rjóma t.d. matreiðslurjóma. Best er að krydda kartöflurnar á milli laga þannig first er raðað einni þéttri röð af kartöfluskífum, hellt rjóma yfir og kryddað síðan með salti og pipar eftir smekk. Þetta er endurtekið þar til kartöflurnar og rjóminn er búinn. Síðan má blanda hráefnum saman við eins og rifnum osti, lauk í þunnum sneiðum eða hvítlauk. Sumum finnst gott að strá aðeins rifnum osti efst og einnig getur verið gott að nota smá gráðost á milli, sérstaklega með lambakjöti eða villibráð. Gratínið þarf síðan að baka þar til kartöfluskífurnar eru orðnar mjúkar.

Gleðileg Jól

11 desember 2005

Fylltur Jólakalkúnn að enskum ætti

Þessi uppskrift er hefðbundin og auðveld í framkvæmd.

4-5 kg Kalkúnn
350 gr grísa eða kálfahakk
550 gr laukur
3 stórar gulrætur
1 stk græn paprika
3 stk sellery stilkar
2 hvítlauksgeirar
200 gr fransbrauð
300 ml ljóst kjötsoð
50 gr smjör
4 msk olía
örl rifin múskathneta
salt og pipar
50 gr söxuð salvía

1-Saxið laukinn og svitið í 10 gr af smjöri og einni msk af olíu án þess að hann taki lit.
2-Skerið brauðið í teninga og ristið á pönnu í 2 msk af olíunni - kælið.
3-Setjið ofninn á 210 gráður. Blandið saman kjöthakki, lauk, brauði og kryddið með múskati, salviu, salti og pipar. Blandið vel saman.
4-Afhýðið gulræturnar og skerið í sneiðar. Skerið sellerýið niður í teninga. Forsjóðið síðan gulrætur og sellerý í saltvatni (1-2 mín) kælið og þerrið. Skerið paprikuna niður í teninga. Blandið síðan grænmetinu saman við fyllinguna.
5-Kryddið kalkúninn með salti og pipar bæði að innan og utan. Komið fyllingunni fyrir og setjið í ofnskúffu eða eldfast fat. Setjið hvítlaukinn, hálsinn og hjartað með kalkúninum í ofnskúffuna.
6-Steikið kalkúninn fyrst í 50 mínútur við 210 gráður og lækkið svo hitann niður í 180 gráður og steikið áfram í c.a. 2 tíma allt eftir stærð kalkúnsins. Hitið saman smjör og kjötsoð og hellið örlitlu af því yfir fuglinn á meðan steikingu stendur. Ef kalkúnninn fer að brúnast mjög mikið í steikingunni er gott að setja álpappír yfir þá staði, til að koma í veg fyrir að hann brenni.
7-Þegar steikingu er lokið skal færa fuglinn yfir á fat og nota safann og það sem eftir er í steikingarfatinu í sósuna. Bætið örlitlu af vatni saman við ef þurfa þykir. Bætið sósuna með rjóma og þykkið með maisenamjöli. Kryddið til með salti og pipar eða kjötkrafti og framreiðið með kalkúninum.
8-Gott meðlæti er t.d. fyllt bökuð epli, waldorff-salat, steikt grænmeti og steiktar kartöflur.

Sítrónukjúklingur með Ólífum og Kóriander

Þennan kjúklingarétt var ég með á grískum matseðli sem ég setti saman fyrir Gríska viku á Café Óperu í febrúar 1998. Þessi er bara skrambi góður.

Þetta er uppskrift fyrir 4-6 manns:
1/2 tsk kanilduft
1/2 tsk turmeric
1 stór eða 2 litlir kjúklingar
30 ml olía
1 stór laukur sneiddur þunnt
1 msk fersk rifinn engiferrót
600 ml kjúklingasoð
2 stk sítrónur skornar í báta og síðan í tvennt
75 gr grænar góðar ólífur
15 ml tært hunang
Salt og pipar
Korianderlauf til skreytinga

1- Hitið ofninn í 190 gráður. Blandið saman í skál turmeric, kanel, salti og pipar og nuddið kjúklingin jafnt upp úr kryddblöndunni.

2- Hitið olíuna í stórum potti eða á stórri pönnu og brúnið kjúklingin jafnt á öllum hliðum. Færið kjúklingin upp á ofnfast fat.

3- Bætið lauknum á pönnuna og steikið í 3 mínútur. Setjið saxað engifer í pönnuna ásamt kjúklingasoði, látið sjóða við vægan hita. Hellið yfir kjúklinginn og lokið forminu með t.d. álpappír. Bakið í 30 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður.

4- Takið úr ofninum og bætið sítrónum, ólífum og hunangi saman við, bakið áfram í 30 mínútur með engu loki eða álpappír yfir.

5- Að bökun lokinni skal strá söxuðu kóriander yfir og smakka réttin til.
Skreytt með kórianderlaufum og framreitt strax. Hentugt meðlæti er t.d. góð Jógúrtsósa, Grískt salat og Ólífubrauð.

10 desember 2005

Súkkulaðibitakökur með möndlum

Þessi uppskrift hefur fylgt fjölskyldunni á aðventunni, undanfarnar þrjár kynslóðir að minnsta kosti. Fyrir mér eru þessar kökur, bragð jólanna.

Uppskriftin:
400 gr smjör
200 gr púðusykur
200 gr sykur
500 gr hveiti
2 egg
2 tsk lyftiduft
2 tsk matarsódi
1 bolli muldar möndlur
150 gr suðusúkkulaði í bitum
1/2 tsk vanillusykur

Allt hrært saman og látið hvílast í nokkrar klukkustundir í kæli. Mótað í litlar kúlur og sett á bökunarplötu. Hafið gott bil á milli. Ýtið létt á kúlurnar með gaffli. Bakið við 180 gráður fallega brúnar.

Heimagert Jógurt

Það er mjög auðvelt að búa til Jógúrt. Til þess að viðhalda gerlinum og halda áfram löguninni þegar skammturinn er búinn, þarf aðeins að halda til haga 180-200 grömmum af jógurtinu í næstu lögun.

Í byrjun þarf:

180 grömm hreint Jógúrt án bragðefna (1 dós)
1,5 lítrar mjólk

Látið suðuna koma upp á mjólkinni og hellið í ílát með loki. Látið kólna við stofuhita í c.a. 38-42 gráður. Hrærið jógurtinni saman við rösklega. Setjið lokið á og látið standa óhreyft í 6 klst við stofuhita. Mikilvægt er að hreyfa ekki ílátið á meðan. Setjið í kæli og látið kólna vel. Jógúrtið má síðan bragðbæta að vild eða setja niðurskorna ávexti útí. Jógúrt er einnig ómissandi í Norður-afríska, Indverska og Gríska matargerð.
Þess má geta að á sínum tíma þegar Jógúrt kom fyrst á markað var reynt að finna Íslenskt orð yfir afurðina. Júgurt kom sterklega til greina því að það nafn vísar til að hér sé um afurð júgurs kýrinnar að ræða. Einnig þótti Júgurt líkt erlenda nafninu. En Júgurt festist ekki í málinu, því miður...

07 nóvember 2005

Marengs með rjóma og jarðaberjum

8 stk eggjahvítur
1/4 stk salt
400 gr sykur
3 stk edik
500 ml þeyttur rjómi
Fersk jarðaber

1-Eggjahvítur eru stífþeyttar ásamt salti.
2-Sykur settur útí smátt og smátt. Edikið er sett síðast.
3-Hellið deginu í smurt og hveitistráð eldfast form, ýtið svolítið upp í miðjunni.
4-Bakið við 150 gráðu hita í 30 mínútur og svo við 175 gráður í 35 mínútur.
5-Látið kólna og smyrjið með rjóma (framreiðið í forminu).
6-Skreytið með jarðaberjum eða jarðaberjum og kiwi.

Jólapiparkökur

Þetta eru bestu piparkökur sem ég hef smakkað.

500 gr hveiti
250 gr sykur
200 gr smjör
2 stk egg
2 tsk matarsóti
6 tsk lyftiduft
1 tsk kanill
1 tsk negulduft
1 tsk hvítur pipar
2 msk kakóduft
250 gr síróp

1-Hrærið saman sykur og smjör.
2-Bætið eggjum saman við.
3-Blandið þurrefnum saman og setjið saman við.
4-Hrærið saman og setjið sírópið saman við síðast.
5-Mótið litlar kúlur úr deginu og raðið á bökunarplötu.
6-Bakið fallega brúnar.

14 október 2005

Epla og Bláberjapie

Deig:
2,5 dl sigtað hveiti
1 dl sykur
1 tsk lyftiduft
1 tsk salt
50 gr smjör
1 stk þeytt egg

Fylling:
300 gr bláber
2 græn epli, flysjuð og skorin í teninga
1 stk sítróna, safinn og fínrifinn börkurinn
1,5 dl púðusykur
50 gr valhnetur
Kanilsykur

Blandið saman því sem er í deiginu og hnoðið upp í kúlu. Takið helmingin af deiginu og fletjið út með kefli, leggið deigið í smurt formið og bakið í 200 gráðu heitum ofni í 8-10 mín. Kælið. Blandið saman efninu í fyllinguna og setjið í formið. Fletjið út hinn helmingin af deiginu og leggið yfir bökuna. Þrystið deiginu vel á barmana og stráið kanil yfir bökuna. Bakið við 200 gráður í 30 mínútur. Framreiðið bökuna volga með vanilluís.

Kartöflu og Ýsubakstur

Fyrir 6 persónur.

2 meðalstór flök reykt Ýsa
5 stk vorlaukur
2 meðal laukar saxaðir
600 gr soðnar kartöflur í teningum
200 ml mjólk
3 hvítlauksgeirar saxaðir
200 ml rjómi
Salt
Pipar
100 gr rifinn parmesan
100 gr rifinn ostur

Beinhreinsið ýsuna og komið fyrir á víðri pönnu. Þvoið vorlaukinn og saxið gróft. Setjið vorlaukinn, laukinn og hvítlaukinn yfir fiskinn og hellið mjólkinni yfir. Sjóðið rólega undir loki í 10 mínútur. Kælið örlítið. Þrystið kartöflunum í gegnum sigti. Sjóðið rjómann niður um 1/3 og blandið saman við kartöflurnar. Hlutið fiskinn gróft niður og balndið saman við kartöflurnar ásamt lauknum. Notið vökvann af pönnunni til að þynna hræruna ef þörf er á. Kryddið til með salti og pipar.
Setjið hræruna í eldfast mót og stráið ostinum yfir. Gratinerið í 15-18 mínútur við 180 gráðu hita. Framreitt með brauði og góðu fersku salati.

13 október 2005

Austurlensk Blómkálssúpa með cummin og turmeric

750 ml Mjólk
2 söxuð hvítlauksrif
1 tsk turmeric
1 tsk cummin (ekki malað)
1 stórt blómkálshöfuð
4 vorlaukar í bitum
1 msk saxað engifer
salt
pipar
50 gr Stökksteiktir baconteningar
4 þykkar sneiðar ciabatta brauð
50 gr rifinn ferskur parmesan
30 ml extra virgin ólífuolía

Setjið mjólk, hvítlauk, krydd, engifer, lauk og blómkál saman í pott og sjóðið rólega saman í 10 mínútur. Maukið saman með mauksprota eða í matvinnsluvél. Skerið brauðið í grófa teninga og veltið upp úr parmesan og olíu. Setjið á smjörpappír í ofnskúffu og ristið í ofni stutta stund eða þartil brauðið er orðið fallega ristað. Framreiðið súpuna í fallegum skálum og stráið brauði og baconi yfir.

07 október 2005

Súkkulaðimousse

100 gr dökkt súkkulaði 70%
100 gr sykur
1 dl vatn
300 ml léttþeyttur rjómi
3 stk stífþeyttar eggjahvítur

Vatn og sykur er soðið saman og hellið yfir brætt súkkulaðið. Blandið rjómanum saman við og að síðustu eggjahvítum - varlega. Framreitt í glösum og skreytt með ferskum jarðaberjum t.d.

30 september 2005

Djúpsteiktir Rommtíglar og Jarðaberjacompott

Innihald:

Rommtíglar:
100 gr smjör
2 stk egg
12 gr þurrger
1 stk sítróna - börkurinn rifinn smátt
20 gr flórsykur
250 gr hveiti
Sletta romm

Jarðaberjacompot:
450 gr jarðaber
25 gr flórsykur
5 ml vatn

Aðferð:
1 Blandið saman flórsykri og hveiti í skál.
2 Leysið upp gerið í volgu vatni og blandið saman við.
3 Rífið börkinn af sítrónunni mjög fínt og bætið í skálina.
4 Blandið eggi saman við ásamt rommi og smjörinu-Athugið að smjörið verður að vera mjúkt eða stofuheitt.
5 Hnoðið saman vel og fletjið út.
6 Skerið í tígla með kleinujárni og djúpsteikið.
7 Stráð flórsykri og framreitt með jarðaberjacompot og ís. Ath að deigið er hægt að frysta formað í tígla og djúpsteikja síðan.

Jarðaberjacompot:
1 Maukið helming af jarðaberjunum, sjóðið ásamt vatni og flórsykri í síróp-sigtið og kælið örlítið.
2 Setjið restina af jarðaberjunum út í og kælið. Notið smá jarðaber frekar en stór í compotið.

29 september 2005

Riz a la Mande

75 gr hrísgrjón
500 ml mjólk
100 gr möndludpænir
50 gr smjör
75 gr sykur
Skaf úr einni vanillustöng
400 ml þeyttur rjómi

1-Setjið allt saman í pott, nema rjóma og sjóðið þartil grjónin eru vel meir.
2-Kælið og blandið rjómanum saman við.

Ítalskar kjötbollur al Forno

400 gr nautahakk
400 gr kálfa eða svínahakk
2 marðir hvítlauksgeirar
1 búnt söxuð steinselja
1 búnt saxað basil
2 msk fersk rifinn parmesan
4 skorpulausar brauðsneiðar í mjólk
-kreistið síðan mestu mjólkina af
4 egg
Sjávarsalt
Svartur nýmulinn pipar
Bragðlaus brauðraspur

Sósan:
5 fallegir ferskir tómatar
-skornir í grófa bita
5 stk kantarellusveppir
-rifnir í strimla
100 ml ólífuolía
Sjávarsalt
Svartur pipar

Öllu blandað saman í skál.

1 stór buffla mossarella
-hlutaður niður í nokkra bita

Öllu blandað saman rólega með höndunum. Mótaðar eru stórar bollur og þeim velt upp úr raspinum. Bollurnar eru steiktar stutta stund á hvorri hlið og komið fyrir í eldföstu fati. Sósunni er hellt yfir og ostbita komið fyrir á hverri bollu. Bakað við 180 gráður í 35-45 mínútur.
Framreitt með góðu brauði og salati.

Dönsk Möndlukaka

Þessi kaka var á matseðlinum í Grillinu á Hótel Sögu þegar ég vann þar. Mjög góð kaka og er best volg. Ég setti þessa uppskrift saman úr uppskrift í uppskriftarbæklingi sem fylgdi Braun matvinnsluvél.
Deig:
500 gr hveiti
375 gr smjör
175 gr flórsykur
½ egg

Fylling:
50 gr smjör
250 ml rjómi
50 gr hunang
400 gr ljóst síróp
500 gr möndluflögur eða spænir (splitter)

Deig:
1-Hnoðið öllu saman og hvílið í kæli í 30 mín.
2-
Fletjið út með kefli og setjið í lausbotna form.
3-Bakið fyrst í 10 mínútur við 150 gráður með smjörpappír og baunir sem ok.
4-Bakið síðan í 15 mín án pappírs og bauna við 120 gráður.
Fylling:
1-Blandið öllu saman í pott, nema möndlum og sjóðið í karamellu. Karamellan verður að vera þykk.
2-Setjið möndlurnar í og veltið þeim saman við karamelluna stutta stund yfir hitanum- fyllið botnana.
3-Rétt fyrir framreiðslu skal bregða kökunum undir grill og gefa þeim fallegan gljáa. Framreitt með rjóma. Kakan er dálítið sæt þannig að allt það meðlæti sem inniheldur sykur hentar ekki.

Eplakaka Milanaise

Þessa köku lærði ég að gera hjá Ítölskum kokki sem vann með mér 3 daga í veiðihúsinu í Kjarrá, Þverárhlíð. Þessi kokkur sýndi mér nýja hlið á Ítalskri matreiðslu. Fullkominn eplakaka!
Deig:
250 gr Hveiti
160 gr Smjör
½ Sítróna – börkurinn í ræmur
½ tsk vanillusykur
2 egg
1 gr salt

Fylling:
6 stk græn epli
½ tsk vanillusykur
½ sítróna - börkurinn í ræmur
100 gr sykur
10 ml dökkt romm

1-Hnoðið saman degið varlega og látið hvílast í kæli í 2 tíma.
2-Fletjið degið út og látið í botninn á forminu.
3-Setjið einnig lag af deginu í hliðar formsins.
4-Setjið fyllingu í formið svo rétt nemi við efstu brún degsins.
5-Setið restina af deginu yfir fyllinguna og sléttið vel.

Fylling:
1-Afhýðið og kjarnskerið eplin og skerið í bita á stærð við nögl.
2-Setjið allt í pott og sjóðið varlega í nokkrar mínútur-Kælið vel.

Bakið við 160 gráður í 50 mínútur takið hana varlega úr forminu og bakið áfram í 20 mínútur við 160 á hvolfi. Stráið flórsykri og látið hvílast í 20 mínútur áður en skorið er niður.

Hreindýrasteik með hefðbundinni villisósu

1,5 kg hreinsaður hreindýravöðvi, (Læri eða Hryggur)
salt og pipar
400 gr afskurður og bein
salt og pipar
2 stk gulrætur
100 gr sellerýstilkar
5 stk einiber
2 stk lárviðarlauf
1,2 lítrar kalt vatn

250 ml rjómi
150 ml dökkt portvín
gráðostur
ribsberjahlaup

SÓSAN:
1-Biðjið kjötkaupmanninn að höggva niður beinin fyrir ykkur í sósuna.
Brúnið þau í örlítilli olíu ásamt afskurðinum í víðbotna potti.
Kryddið með salti og pipar.
2-Þegar beinin eru byrjuð að taka lit, skerið þá grænmetið gróft niður og bætið í pottinn.
Brúnið áfram og takið síðan pottinn af hitanum. Stráið örlitlu af hveiti yfir afskurðin og beinin og hrærið í með sleif. Hellið vatninu saman við og kryddið til með einiberjum, lárviðarlaufum. Látið suðuna koma upp hægt og rólega og sjóðið niður um helming. Fleytið allan sora af soðinu, jafn óðum og hann flýtur upp.
3-Sigtið soðið í annan pott og látið suðuna koma upp að nýju. Þykkið soðið með maisenamjöli ef þurfa þykir. Bætið portvíni og rjóma í sósuna og dekkið hana e.t.v. með sósulit. Smakkið sósuna til með kjötkrafti ef með þarf.
4-Að síðustu skal setja eina matskeið af gráðosti og c.a. tvær af ribsberjahlaupi í sósuna og hræra vel í. Látið sjóða stutta stund við vægan hita. Á þessu stigi gæti þurft að sigta sósuna aftur.